Natures Supreme heilsudýna

Tilboð-25%

Original price was: 89.900 kr. – 134.900 kr.Price range: 89.900 kr. through 134.900 kr..Current price is: 67.425 kr. – 101.175 kr.Price range: 67.425 kr. through 101.175 kr..

Natures Supreme er virkilega vönduð heilsudýna, millistíf og hentar flestum. Svæðaskipt pokagormakerfi með steyptri kantstyrkingu veitir framúrskarandi stuðning, meira svefnrými og góða endingu.

Clear

Natures Supreme er afar vönduð heilsudýna sem hentar flestum og er millistíf að gerð. Dýnan er byggð upp af 5 svæðaskiptu pokagormakerfi með steyptri kantstyrkingu sem eykur stöðugleika, gefur allt að 25% meira nýtanlegt svefnrými og stuðlar að lengri endingu dýnunnar.

Gormakerfið er sérstaklega hannað til að styðja líkamann þar sem þörfin er mest – mýkra við axlasvæðið, millistíft við miðjusvæðið og stífara við neðra bak. Þessi uppbygging hjálpar til við að viðhalda réttri líkamsstöðu í svefni og dregur úr álagi.

Efst í dýnunni er svokallaður convoluted (egglaga) svampur sem veitir framúrskarandi stuðning og góða aðlögun að líkamanum. Lögun svampsins eykur loftflæði í dýnunni, sem stuðlar að betra svefnlofti og auðveldari snúningi á dýnunni. Undir honum eru mismunandi svamplög sem veita mýkt og þægindi án þess að fórna stuðningi.

Heildarhæð dýnunnar er 29,5 cm og hún er hönnuð til að henta jafnt ungum sem eldri – frábær kostur fyrir þá sem leita að traustri, þægilegri og endingargóðri heilsudýnu.

Breidd: 180 cm    Dýpt: 200 cm   Hæð: 200 cm    

Vörunúmer: Á ekki við Flokkar: , ,

Þér gæti einnig líkað við…