| Ummál | Á ekki við |
|---|
Infinity heilsudýna
Tilboð-20%Original price was: 106.900 kr. – 209.900 kr.Price range: 106.900 kr. through 209.900 kr.. Price range: 85.520 kr. through 167.920 kr.Current price is: 85.520 kr. – 167.920 kr.Price range: 85.520 kr. through 167.920 kr..
Infinity er frábær, millistíf heilsudýna sem hentar flestum. Svæðaskipt pokagormakerfi, steyptar kantstyrkingar og þægilegur latextoppur veita jafnan stuðning, aukið svefnrými og langvarandi þægindi.
Infinity er vönduð, millistíf heilsudýna sem hentar flestum og veitir traustan og jafnan stuðning alla nóttina. Dýnan er með styptum kantstyrkingum sem halda öllum köntum uppi og tryggja að svefnflöturinn sé jafnhár allt frá miðju út að brún. Þessi uppbygging eykur nýtanlegt svefnrými um allt að 25% og stuðlar að betri endingu dýnunnar.
Dýnan er samsett úr háum gormum úr tvíhertu stáli sem veita mikinn og góðan stuðning. Infinity er með svæðaskiptu pokagormakerfi með 320 gormum á fermetra, þar sem dýnunni er skipt í fimm mismunandi álagssvæði. Þetta tryggir að hver hluti líkamans fái réttan stuðning – mýkra við axlir, en stífara við miðju- og neðra bakssvæði.
Yfir gormakerfinu liggur 7 cm þykkur latextoppur sem veitir einstaka mýkt, en jafnframt þéttan og stöðugan stuðning. Allt er þetta vandlega klætt í hnausþykkt bómullaráklæði sem eykur þægindi og góða öndun.
Infinity dýnan er 26 cm þykk og hentar jafnt á hefðbundna fasta botna sem og í stillanlega botna. Frábært val fyrir þá sem leita að áreiðanlegri heilsudýnu með góðum stuðningi, endingargæðum og þægindum.







