Mars-Apríl 2020

 

 

 

Til að koma til móts við breyttar þarfir viðskiptavina okkar mun Dorma tímabundið taka á sig allan sendingarkostnað og senda pantanir frítt til viðskiptavina samkvæmt neðangreindum skilmálum.

 

Skilmálarnir eiga einnig við um vörur sem keyptar eru í verslun og óskað er eftir að fá heimsendar.

 

Heimsendingarþjónustan felur í sér akstur að heimili viðskiptavinar þar sem bílstjóri afhendir vöruna við og út úr bíl eingöngu. Athugið að bílstjóri sér eingöngu um akstur. Ef þörf er á aðstoð við að bera vörurnar inn á heimili er samið og greitt sérstaklega bílstjóra á staðnum. Viðskiptavinur fær skilaboð um afhendingartíma og er áríðandi að á þeim tíma einhver viðstaddur til móttöku. Ef enginn er til að taka á móti vöru er hún send á lager okkar við Korputorg og þarf viðskiptavinur í slíku tilfelli að sækja hana þangað. Stefnt er að því að afhenda vörur á höfuðborgarsvæðinu innan 24 klukkustunda frá pöntun (athugið að þetta getur breyst ef álag verður umfram það sem gert er ráð fyrir).

 

Afhending húsgagna utan höfuðborgarsvæðis er á næstu afhendingastöð Flytjanda. Stefnt er að því að sendingar fari af lager okkar til flutningsaðila innan 24 klukkustunda frá pöntun en afhendingartími út á land er háður áætlunum Flytjanda, færð á vegum og fleiri þáttum.

 

Afhending á smærri vörum (smávörum/gjafavörum) er send heim með Póstinum. Stefnt er að því að sendingar fari frá okkur innan 24 klukkustunda frá pöntun en afhendingartími ræðst af öðru leyti af áætlun Póstsins.

 

Að sjálfsögðu verður þeim viðskiptavinum sem það kjósa heimilt að sækja pantanir sínar á lager eða í verslanir fyrirtækisins og alla jafna er það fljótlegri leið til að fá vöruna en heimsending.

 

 

 

Karfa

loader