Góðgerðarhlaup Simba

Simba og Dorma vilja þakka frábærar móttökur síðan Simba var fyrst kynnt til leiks á Íslandi og ætlar Simba af því tilefni gefa tilbaka og styrkja Umhyggju um 500.000kr þar að auki mun Dorma gefa 5.000kr af öllum seldum Simba dýnum í Júlí mánuði.

Fáar dýnur hafa vaxið jafn hratt á heimsvísu líkt og Simba hefur gert á síðustu þremur árum. Hönnun Simba byggir á svefn vísindum og stærsta gagnagrunni heims þegar kemur að svefni, gagnagrunnur sem er byggður upp á upplýsingum frá yfir 10 milljón einstaklingum um allan heim. 

Simba og Dorma vilja hvetja alla til að koma með í þetta ferðalag, fyrirtæki sem og einstaklinga til að styrkja Umhyggju og þeirra mikilvæga starf með því að heita á Pétur í þessari miklu þrekraun sem Iceland Extreme Triathlon er.

1009567
Upphæð safnað
Upphæð safnað til Umhyggju
500000
Gjöf Simba
Gjöf Simba til Umhyggju

Málefnið

Umhyggja

Umhyggja vinnur að bættum hag langveikra barna og fjölskyldna þeirra. Í félaginu starfa foreldrar langveikra barna, fagfólk innan heilbrigðiskerfisins og annað áhugafólk um málefnið.

Meginmarkmið Umhyggju eru:

—  Að tryggja foreldrum og öðrum aðstandendum aðstöðu og réttindi til að dvelja hjá veiku barni sínu án þess að verða fyrir verulegri tekjuskerðingu

—  Að öll börn sem þurfa á sjúkrahúsvist eða læknisþjónustu að halda séu vistuð og fái þjónustu á sérhæfðum barnaspítala eða sambærilegum og sérhönnuðum barnadeildum

—  Að upplýsa börn og aðstandendur, heilbrigðisstarfsfólk, stjórnvöld og almenning um réttindi og skyldur í málefnum langveikra barna

 

Hægt er að styrkja sjóðinn með því að leggja inn á eftirfarandi reikning:

Kennitala: 691086 1199
Banki: 0111-26-001170

Sjá á heimasíðu Umhyggju með því að smella hér

Keppnin

Iceland Extreme Triathlon

Iceland Extreme Thriathlon er þríþrautakeppni haldin af ExtremeTris.com þann 27. júlí 2019. Okkar eigin Pétur frá Simba ætlar að taka þátt og safna í leið áheitum til styrktar Umhyggju fyrir hönd Simba og Dorma.

Sjá nánar um keppnina hér:

https://www.extremetris.com/islxtri

EXTREMETRIS-COM-LOGO

Karfa

loader