Skilmálar Dorma um notkun á vefkökum
Eftirtaldir skilmálar eiga við um notkun vefkaka á lénum okkar (dorma.is og undirsíður) og undirlénum sem tilheyra þeim (svo sem simba- eða tilboðssíður).
Hvað eru vefkökur?
Vefkökur eru litlar texta/gagnaskrár sem vistaðar eru í tölvu eða snjalltækjum sem þú notar til að heimsækja vefsíður í fyrsta sinn. Vefkökur gera vefsíðum kleift að muna viss atriði varðandi notkun í hvert sinn eftirleiðis sem þú heimsækir síðurnar. Vefkökur sem við notum innihalda aldrei persónuupplýsingar svo sem eins og nöfn, netföng, símanúmer eða kennitölur.
En til hvers vefkökur?
Vefkökur gera þér kleift að fara um vefsíðu og nýta virkni hennar til hins ýtrasta. Dæmi um vefkökur sem nýttar eru til að bæta virkni og auka þjónustu við notendur eru þær sem muna hvaða vörur voru sett í körfuna þína og á gjafalistann eða þær vefkökur sem muna innskráningarupplýsingar á Minn aðgangur.
Hverjir fá upplýsingar úr vefkökum?
Við notum vefkökur einnig til að bæta skilvirkni vefsíðunnar og nýtum til þess þjónustu fyrirtækja eins og Google Analytics til vefmælinga og aukinna gæða. Dæmi um upplýsingar frá notanda sem notaðar eru í þessum tilgangi eru; tegund vafra og stýrikerfis notanda, skjástærð, fjöldi og lengd hverrar heimsóknar, leitarorð og undirsíður sem sóttar eru. Þessar upplýsingar notum við eingöngu til að bæta upplifun notenda.
Er þessum upplýsingum deilt til eða þær fengnar frá til þriðja aðila?
Við notum vefkökur frá þriðja aðila til að deila einstaka upplýsingum með samstarfsaðilum sem við auglýsum með. Þetta gerum við til að vita hvaðan þú kemur inn á síðuna okkar, hvort til dæmis auglýsing eða umfjöllun hafi vakið áhuga þinn á okkur. Við getum einnig nýtt vefkökur til að greina hvaða tilteknu undirsíðu eða vöru þú hefur áhuga á. Þær upplýsingar gera okkur kleift að sérsníða auglýsingar og skilaboð til þín og sýna þér þannig það efni sem við teljum að þú hafir áhuga á. Eins og fram hefur komið deilum við ekki persónugreinanlegum upplýsingum með þessum aðilum (þ.e. upplýsingum svo sem nafni, netfangi, símanúmeri eða kennitölu).
Hvað eru vefkökur frá fyrsta eða þriðja aðila?
Flestir vafrar bjóða þér að loka á kökur frá þriðja aðila (e. third-party cookies) en samþykkja þær frá fyrsta aðila (e. first-party cookies). Vefkökur frá fyrsta aðila koma frá sama léni og vefsíðan sem þú ert að skoða, í þessu tilfelli hefst lénið á dorma.is, en vefkökur þriðja aðila eru vefkökur sem koma frá lénum utan hennar. Sem dæmi má nefna að á síðum okkar finnurðu hnapp til að fara inn á Instagram og við vörur okkar hnappa til að líka við eða deila á Facebook og Twitter en þar gætu viðkomandi fyrirtæki komið fyrir vefköku í tölvu þinni eða snjalltæki. Við getum ekki stjórnað hvernig þessi fyrirtæki nota sínar vefkökur en hvetjum þig eindregið til að kynna þér það og hvernig þú getur stjórnað vefkökum í þínu tæki.
Hvernig á að stilla/stjórna vefkökum?
Þú getur stjórnað vefkökum í vafranum þínum, meðal annars getur þú lokað á notkun þeirra. Við hvetjum þig til að kynna þér hvernig stýra má notkun þeirra á þínum vafra.